Vörulýsing
Savyll Mojito 250 ml.
Mojito frá Savyll er óáfeng endurgerð af hinum eina sanna Mojito, einum vinsælasta drykk fyrr og síðar. Drykkurinn er hressandi og gefur hinum upprunalega ekkert eftir. Savyll leggur mikið upp úr því að framleiða drykkina sína úr gæðablöndu af hráefnum til að kalla fram alvöru kokteilupplifun, án áfengis. Þar að auki er sérstök áhersla lögð á að vörurnar séu náttúrulegar og sykurlitlar.
- Áfengislaus (0,0%)
- Glútenfrír
- Náttúruleg hráefni
- Vegan friendly
- 26 kcal / 100 ml
- Sykur (2,7 g / 100 ml)
Það er fullkomlega öruggt að njóta drykkjarins á meðgöngu sem og fyrir þau sem aðhyllast áfengislausan lífsstíl.