Bærinn minn - Skagafjörður

4.900 kr

Stærð

Bærinn minn: Skagafjörður - Veggspjald

Skagafjörður, nafli alheimsins!

Vissulega ekki „bær“ en Skagafjörður varð að fá veggspjald í seríunni. Það var heldur betur af miklu að taka, enda Skagafjörður algjör paradís náttúrufegurðar og menningar.

Mælifellshnjúkurinn, Laufskálarétt, Glaumbær, Fljótin, Grettislaug, Drangey, Héraðsvötnin, búskapur, hestamennska og söngur – svo eitthvað sé nefnt!

Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.

Athugið að veggspjaldið er án ramma.
Hægt að velja um stærð A4(21x30cm) eða 30x40cm.
Prentað á hágæða Canon ljósmyndapappír.