Hönnunarmars 2024
HN GALLERY tekur þátt í fyrsta skipti á Hönnunarmars 2024 með sýningunni SKÁL í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN í glæsilegum sýningarsal þeirra á Eiðistorgi 15. Sýningin opnar 24.04.24 kl 18-20
Á sýningunni munum við ekki einungis sýna framúrskarandi vöruúrval heldur munum við einnig segja frá þeirri sterku heild og farsælum samstörfum í hönnun, handverki og innlendri framleiðslu sem búin er að myndast innan HN GALLERY og því ómetanlega atvinnuskapandi samstarfi sem á sér þar stað.